Hef ekki heyrt í strákunum sem kepptu í Berlín á Tuzla cup Intl. í dag en fann á netinu að þeir voru heldur betur að standa sig því að Grímur Ívarsson gerði sér lítið fyrir vann -90 kg flokkinn og Úlfur Böðvarsson tók bronsið í sama flokki. Ásþór Loki Rúnarsson var ekki langt frá verðlaunum því hann keppti um bronsverðlaunin í -73 kg flokknum en laut í lægra haldi. Allir kepptu þeir í aldursflokknum U18. Ég veit ekki hvernig Þórarni Rúnarssyni (-40 kg) gekk en hann komst allavega ekki á pall að þessu sinni enda mátti kanski ekki búast við því þar sem hann var að keppa í U15 aðeins 12 ára gamall og er því að keppa við drengi sem geta verið allt að tveimur árum eldri en hann. Til hamingju með flottan árangur strákar.