Sveitakeppni Júdósambands Íslands fór fram í gær (28.nóv.) í Laugardalshöllinni og var keppt í sex karlasveitum og tveim kvennasveitum. Í hverri sveit eru fimm keppendur í fimm mismunandi þyngdarflokkum. Eins og búist var við var keppnin jöfn og spennandi og úrslit réðust oft ekki fyrr en í síðustu viðureign. Það voru sveitir frá JR og Draupni sem kepptu til úrslita bæði í karla og kvenna sveitum og sigraði keppnisreynd kvennasveit JR nokkuð örugglega ungt og efnilegt lið Draupnsstúlkna með fjórum vinningum gegn engum og karlasveit JR sigraði Draupni með þremur vinningum gegn tveimur svo ekki gat það verið mikið tæpara en sveitir Selfoss og JR-B urðu í þriðja sæti. Hér eru viðureignirnar í kvenna sveitunum og riðillinn og hér eru viðureignirnar í karla sveitunum og riðilin. Hér eru fleiri myndir frá mótinu sem Elfar Davíðsson tók.