1.       Þingsetning
Magnús Ólafsson formaður JSÍ setti þingið.

2.       Kjörbréfanefnd var kjörin samhljóða :
Bjarni Friðriksson, Daníel Reynisson og Haraldur Baldursson
Fyrir utan ÍS, sem hvorki náðu að mæta til þingsins, né að leggja fram kjörbréf, voru fulltrúar HSK, ÍBA og ÍBR mættir með lögleg kjörbréf og fulltrúa.

3.       Fastir starfsmenn þingsins voru kjörnir :
Jón Óðinn Óðinsson fundarstjóri og Haraldur Baldursson fundarritari

4.       Fastar nefndir voru kosnar og skipaðar :

a.       Fjárhagsnefnd
Björn H. Halldórsson, Jón Óðinn Óðinsson og Jón Hlíðar Guðjónsson

b.      Laga- og leikreglanefnd :
Bjarni Friðriksson, Sævar Sigursteinsson og Jón Gunnar Björgvinsson

c.       Allsherjarnefnd :
Haraldur Baldursson, Hans Rúnar Snorrason og Halldór Guðbjörnsson

d.      Aganefnd :
Jón Egilsson, Halldór Guðbjörnsson og Þorsteinn Hjaltason (og til vara)
Jóhannes Haraldsson, Hákon Halldórsson og Eysteinn Þorvaldsson

e.      Dómaranefnd :
Yoshihiko Iura, Kolbeinn Gíslason og Þórir Rúnarsson (og til vara)
Jóhannes Haraldsson, Eiríkur Kristinsson og Höskuldur Einarsson

5.       Skýrslu fráfarandi stjórnar las Magnús Ólafsson.

Þingið heiðraði Ólafur Rafnsson Forseti ÍSÍ og flutti ávarp.

Ólafur bar kveðju frá ÍSÍ og lofaði kraftmikið starf JSÍ. Ólafur lagði ríka áherlsu á útbreiðslu og kvaðst vildi sjá smærri sambönd eins og JSÍ sækja ríkar til þess að fjölga bæði iðkendum og ekki síður félögum innan sambandsins. Hann tengdi árangur á þessu sviði við hlutfall ríkisstyrkja þeirra sem ÍSÍ hefði til úthlutunar og gaf skýrt til kynna að það hefði sterk áhrif til aukningar þeirra ef JSÍ einbeitti sér í ríkari mæli að þessu starfi. Jafnframt gaf Ólafur til kynna að JSÍ hefði, með tilvísun til árangurs manna eins og Bjarna Friðrikssonar á alþjóðavísu, sterkar fyrirmyndir sem auðvelda ætti markaðssókn sambandins.

Ólafur kom inn á fjölmiðlaumræðuna og lýsti þar sinni skoðun að tilkall okkar til fjölmiðlaathygli mætti ekki yfirskyggja heimavinnu okkar sjálfra. Sjálfir yrðum við að tryggja að upplýsingargjöf okkar væri sem öflugust. Þar vísaði Ólafur til dæma eins og Heimasíðna sem títt væru uppfærðar og hversu öfæugur miðill þær væru deildum, félögum og samböndum. Ólafur mærði skynsama nálgun við fjölmiðla, þar sem leitast væri við að nálgast þau samskipti með ríkri upplýsingamiðlun og skýrri framsetningu frá hendi hendi írþóttahreyfingarinnar. Með þeirri jákvæðu nálgun taldi Ólafur árangurinn fólginn.

6.       Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga JSÍ fyrir starfsárið 2007.

7.       Tillögu um fjárhagsáætlun stjórnar var vísað til stjórnar með hefðbundnum hætti sökum þess hversu lítið er enn vitað um tekjur sambandsins

8.       Í liðnum lagabreytingar, voru kynntar 3 tillögur tækniráðs og þær ræddar

a.       Tillaga var lögð fram um fjölgun þyngdarflokka Juniora til samræmis við EJU reglur. Flokkarnir sem við bætist verði -44 stúlkur og -55 drengir.
Tillagan var samþykkt.

b.      Tillaga um breytingu á sveitakeppni…(tilvísun í viðhengi frá BF).
Rædd og samþykkt
Nokkur umræða spannst um þessi aðtriði, sem þó voru samþykktar. Skilningur manna um breytingar á mótsreglum innan stjórnar JSÍ í stað breytingar á ársþingi voru ræddar og þó ályktað væri um það voru engar breytingar gerðar þar á, enda ekki innan lagaramma sambandsins.
Þess utan fóru fram umræður um deildarkeppni félaga í formi sveitakeppni. Mjög jákvæð viðbrögð gáfu tilefni til þess að skipuð var nefnd um tillögusmíð að keppni sem þessari. Nefndina skipa Bjarni Friðriksson, Sævar Sigursteinsson og Jón Gunnar Björgvinsson. Nefndinni var falið að leggja fram tillögur um kepnnina fyrir 1. September. 2008.

c.       Breytti verði skilyrðum um að 2.Dan gráðun þannig að umsækjanda nægi að hafa B-Dómararéttindi í stað A.
Tillagan var samþykkt.

9.       Aðrar tillögur sem þinginu höfðu borist – voru engar

10.   Nefndarálit

a.       Fjárhagsnefnd

i.      Óvissa um innkomu leyfði engar nánar niðurstöður, né endanlegar tillögur -samþykkt

ii.      Lagt var til að raunverulegur ferðakostnaður yrði látinn endurspeglast með kvittunum – samþykkt

iii.      Útbreiðslustyrkur verði notaður til menntunar þjáfara – samþykkt

iv.      Tilmæli til stjórnar að útbúa dreifingarefni – samþykkt

b.      Laga og leikreglunefnd

i.      Tilvísun í 8. Lið – samþykkt

11.   Ákveðið gjald ævifélaga 10.000 kr.

12.   Önnur mál

a.       Iðkendu af erlendu bergi brotnir í samhengi Íslandsmóts
Vignir Grétar Stefánsson hóf máls á réttindum borgara af erlendum uppruna til þátttöku á Íslandsmóti JSÍ. Vignir vísaði til nokkurra unglinga, sem teldust býsna efnilegir, sem væru útilokaðir frá keppni þó þeir hafi búið hér um áraraðir. Í umræðunni tóku margir til máls og vísuðu meðal annars sumir til sveitastjórnakosninga. Þar fái erlendir ríkisborgarar rétt til þátttöku eftir 4 ára vist á landinu. Önnur sjónarmið komu fram gegn tillögunni, svo sem að ekkert landssamband í Júdó leyfði erlendum borgurum að verða landsmeistarar. Humgyndum um þátttöku án tilkalls til landsmeistara var svarað á þann máta að ef tilgreindir erlendir borgarar sigra slíka keppni nægði það til að keppandi sem etv. hefði sigrað keppni væri sleginn út snemma og hefði því enga möguleika til uppreisnar.
Lagt var til að þingið vísaði málinu til allsherjarnefndar til afgreiðslu og tillögusmíði. Var það og niðurstaðann sem og að tillögur væru kynntar fyrir 1.sept. 2008. Auk þess var tillaga um að á grunni niðurstaða nefndarinnar veitti þingið stjórninni heimild til reglubreytingar.

b.      Fjölmiðlar
Jón Gunnar Björgvinsson hóf máls á fjölmiðlanálgun og vísaði til þeirrar gríðarlegu umfjöllunar sem 50 ára afmæli Júdódeildar Ármanns fékk á sínum tíma. Þar ræddi hann umbúnað og vísaði til þess að gjarnan mætti hressa upp á mót með auknum umbúnaði.
Hans Rúnar Snorrason vísaði til árangurs KA manna, bæði í Fimleikadeild og Júdódeild með að útbúa og senda efni til héraðsblaðanna, sem gjarnan birtu efni úr sínu héraði. Hvatti hann menn til samskonar nálgunar.
Halldór Guðbjörnsson vísaði til ALLRA fyrri þinga um sömu umræðu og lagði til að þetta mál yrði tekið af dagskrá. Sem var og gert, þó að lokinni nokkurri umræðu.

c.       Jón Gunnar Björgvinsson ræddi keppnisstyrki og taldi vert að endurskoða stefnu JSÍ til keppisferða og taldi mikilvægara að sækja út á við með yngri kynslóðir í huga.
Bjarni Friðriksson og Jón Óðinn voru ekki sammála þessari túlkun, né vildu þeir meina að mikið fé færi í einstaklinga sem kepptu í fremstu röð. Umræðan vék síðan frá þessu atriði. Nánari umræða átti sér ekki stað.

13.   Aganefnd – sjá 4-d.

14.   Dómaranefnd – sjá 4-e.

15.   Kosningu fulltrúa á ÍSÍ þing var vísða til stjórnar.

16.   Kosnir til stjórnar voru
Aðalstjórn
Bjarni Friðriksson, Haraldur Baldursson, Jón Óðinn Óðinsson Björn H. Halldórsson
Varastórn
Jóhann Másson, Sigurður Gunnar Ásgeirsson og Daníel Reynisson

17.   Þingslit
Formaður JSÍ Magnús Ólafsson sleit þingi og minnti menn á Árshátíðina seinna það kvöld.