Breyttur tími og dagskrá.
Keppni í senioraflokkum verður haldin í Júdódeild Ármanns í Laugardal og á morgun laugardag 24. janúar og hefst kl. 11:00 og mótslok eru áætluð um kl 15:00.
Tæplega 50 keppendur eru skráðir til leiks frá 5 félögum í senioraflokkum og eru allflestir okkar bestu menn þar á meðal.
Keppni yngri en 20 ára þe. U20 / U17 / U15 / U13 verður haldin í JR í Ármúla 17 næsta sunnudag 25. janúar og hefst hún kl. 10:00 en ekki kl. 11 eins og upphaflega var gert ráð fyrir.
Keppni 11-12 ára (U13) og 13-14 ára (U15) hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 13:00
Keppni 15-16 ára (U17) og 15-19 ára (U20) hefst kl. 13:00og lýkur um kl. 16:00.
Skráðir eru til leiks 110 keppendur frá 6 félögum.