Bikarkeppni Seniora 28. feb
Bikarkeppni seniora verður 28. febrúar næstkomandi. Ekki er búið að ákveða mótsstað né hvenar það hefst en það verður gert strax að lokinni þátttökuskráningu en lokafrestur til að skrá lið til keppni er næsti fimmtudagur eða 12. febrúar.
Í fyrsta skipti sem keppt verður þ.e. árið 2009 má hvert félag senda mest eitt lið til keppni í fyrstu deild. Að loknu hverju tímabili halda aðeins tvö efstu liðin sæti sínu í fyrstu deild en önnur falla í aðra deild en upp úr annari deild koma tvö efstu liðin. Í aðra deild ár hvert má hvert félag senda mest tvö lið.