Bikarinn Seniorar og sameiginleg æfing
Laugardaginn 28. mars verður önnur umferð seniora í Bikarnum og eru 8 lið sem keppa um 6 sæti í þriðju umferð sem fram fer í haust. Þau lið sem komust áfram í aðra umferð eru, ÍR-A, JDÁ-A og JDÁ-B, JR-A, JR-B, JR-C, Selfoss og KA-B. Mótið verður í JDÁ og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 12:30.Vigtun frá 9-9:30 á mótsstað.
Sameiginleg æfing verður á sama stað frá kl. 14:00-16:00