Norðurlandamótið verður haldið í Helsingi í Finnlandi næstu helgi. Þangað fara fimmtán keppendur auk þjálfara og dómara frá Íslandi. Skráðir keppendur eru 380 frá norðurlöndunum auk Eistlands sem sendir öflugt lið á mótið. Keppt verður í aldursflokkum U17 og U20 á laugardegi og senioraflokki og Masters (30+) á sunnudegi. Á laugardag keppa þau Helga Hansdóttir -57, Sævar Róbertsson, -90, í U17 og einnig í U 20 seinna um daginn. Í U20 keppa þeir Ingi Þór og Eyjólfur Guðjóns -66 og Ásgeir Örn +100kg. Ingi Þór og Eyjólfur keppa einnig í senioraflokki daginn eftir. Á sunnudag keppa eftirfarandi, Axel Kristins -60 kg, Ægir Þór, Ingi Þór og Eyjolfur -66, Hermann Unnars og Eiríkur Kristins -73 kg og Jón Þór , Axel Ingi og Sveinn Orri -81 kg, Bjarni Skúla -90kg, Anna Soffía-70 kg og Árdís Ósk -78kg.