Tvö gull bættust við í morgun
Anna Soffía Bjarni Skúlason
Þau Bjarni Skúlason -90kg og Anna Soffía Víkingsdóttir -70kg unnu örugglega sína flokka en Axel Kristinsson sem keppti í -60kg tapaði sínum glímum en barðist vel og gaf ekkert eftir. Anna var í fjögurra manna riðli og keppti fyrst við LIE og vann hana þegar aðeins 40 sek voru búnar af glímunni. Hún skoraði fyrst yuko og stuttu seinna skoarði hún ippon með kataguruma. Næst mætti hún MON og komst fljótlega yfir og leiddi glímuna með yuko þar til um 30 sek. voru eftir en þá komst MON í ágætt tomonage og jafnaði glímuna. En Anna spítti í lófana og komst inní kataguruma þegar 14 sek voru eftir og skoraði yuko og vann á því. Þessi glíma var vel glímd af Önnu en augnabliks kæruleysi hjá henni varð til þess að MON komst inni glímuna. Í þriðju og síðustu glímunni gegn CYP skoraði Anna yuko eftir 30.sek með seionage og aftur 30.sek seinna og nú með kataguruma og komst inní fastatak en missti það eftir um 8. sek. þegar 3:40 voru eftir komst hún inní flott seionage og skoraði Ippon og vann þar með gullið. Bjarni var í fimm manna riðli og sigraði alla með yfirburðum. Fyrst glímdi hann við Lux og vann hann með seionage og skoraði wazaari og fylgdi því eftir og hélt honum í fastataki. Næst glímdi hann við CYP og vann hann á Ippon með ouchigari þegar 1:30 voru eftir af glímunni en áður hafði Bjarni einnig skorað yuko með tomonage. Bjarni hafði glímuna í hendi sér en mátti þó aldrei slaka á því að CYP sem er topp júdómaður gat verið hættulegur og ógnandi. Í þriðju glímu mætti Bjarni MON og sigraði hann örugglega með armlás, jujigatame þegar 2:40 voru eftir og hafði hann einnig skorað yuko með tomonage. Fjórða og síðasta glíman tók aðeins 15 sekúndur og vann Bjarni hana á ippon með ouchigari og þar með gullið í flokknum