Ísland átti sex keppendur á Holstein Open í Þýskalandi í mars. Keppendurnir voru Þormóður Árni Jónsson +100kg, Hermann R. Unnarsson -81kg, Birgir Páll Ómarsson -81kg, Sveinbjörn Jun Iura -81kg, Jón Þór Þórarinsson -81kg og Axel Ingi Jónsson -73kg. Þormóður komst lengst og vann bronsið, Hermann vann 3 í röð og keppti um bronsið en tapaði því að lokum og endaði í 5. sæti. Birgir vann 2 glímur og Sveinbjörn 4 glímur og enduðu þeir í 9 sæti. Jón Þór vann enga. Axel meiddist meiddist í fyrstu glímu og var þar með úr leik.