8 júdómenn frá Íslandi að keppa á Europian Cup í Hamborg í Þýskalandi.
Í dag kepptu þeir Kristján Jónsson, Sævar Róbertsson og Þormóður Jónsson. Þormóður átti góðan dag og var aðeins örstutt frá því að komast í fjögura manna úrslit. Hann tapaði þriðju glímu á dómara úrskurði þegar komið var í gullskor en hafði unnið fyrstu tvær. Hann vann einnig fjórðu glímu í uppreisnarpakkanum en tapaði þeirri fimmtu og varð því í sjöunda sæti. Kristján og Sævar töpuðu sínum viðureignum og fengu ekki uppreisn.
8.8. 2010 – Viðbót við frétt
Á seinni deginum töpuðu allir fyrstu viðureign og aðeins Birgir Ómarsson fékk uppreisnarglímu.
Hann vann fyrstu uppreisnarglímuna gegn ISR örugglega en í þeirri næstu gegn Tom Reed frá GBR gekk ekki nógu vel og tapaði hann henni og féll þar með úr keppninni og endaði í 13-16 sæti.
Ingþór -100kg tapaði á ippon gegn GBR á drop seoinage, Hermann -81kg leiddi glimuna með yuko gegn SWE (núverandi NM meistara frá í vor) og þegar ca glíma er hálfnuð reynir Hemmi misheppnað sumigashi og SWE dettur í fastatak og þar með var Hemmi úr leik. Sveinbjörn reyndi ouchi gari í tvígang og var tekinn á mótbragði og tapaði á tveimur wazaari, og svipaða sögu er að segja um Jón Þór hann reyndi ouchi gari og var pikkaður upp og tapaði einnig á ippon.