Þórir Rúnarsson dæmdi nú um helgina á SWOP í Boros. Þetta var mjög sterkt mót og voru keppendur tæplega 380 manns og hefur því fjölgað um 70 manns frá því í fyrra en því miður áttum við engan fulltrúa (keppanda) á mótinu í ár fyrir utan Þóri sem dæmdi fjöldan allan af glímum bæði í undankeppninni sem og nokkrar viðureignir um verðlaunasæti. Það er alveg frábært hvað hann er virkur og duglegur að sækja sterk mót um allan heim og afla sér meiri reynslu sem skilar sér svo beint til okkar hér á klakanum í betri dómgæslu.