Næstu helgi verður Opna Finnska mótið og haldið í Helsinki að venju. Þangað fara sex keppendur frá Íslandi og eru það þeir Kristján Jónsson -73 kg, Jón Þórarinsson -81 kg, Birgir Ómarsson -81 kg og frá Tékklandi koma þeir Þormóður Jónsson +100 kg, Ægir Valsson -90 kg og Hermann Unnarsson -81 kg og með þeim fer Axel Ingi Jónsson aðstoðar landsliðsþjálfari. Allir ofangreindir tóku þátt í fyrra nema Ægir og Birgir og komst Þormóður lengst þeirra og keppti um bronsið en tapaði þeirri viðureign. Strákarnir okkar eru í feikna formi og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim vegnar núna en þetta er feikilega sterkt mót þar sem þátttakendur eru um 200 manns frá tuttugu og fjórum þjóðum og meðal þeirra eru heimsklassa menn eins og Alexander Mikhaylin margfaldur heimsmeistari í +100 kg. Hér er tengill á heimasíðu mótsins.