Reykjavíkurmeistaramótið verður haldið á morgun og verður það haldið að þessu sinni hjá Júdódeild Ármanns í Laugardal. Því miður er ekki hægt að setja upp nákvæma dagskrá fyrr en að lokinni vigtun í kvöld svo skoðið vefinn í seint í kvöld eða í fyrramálið. Gróf dagskrá er þó þannig að keppni hefst á morgun kl. 17:30 í aldursflokkum 11-12 og 13-14 ára og tekur sú keppni um það bil eina klukkustund og þá verður strax að lokinni verðlaunaafhendingu upp úr kl. 18:30 farið í næsta aldursflokk sem er þá unglingar síðan júniorar og að lokum senioraflokkar. Mætið lágmark 30 mín fyrir keppni. Endurtek skoðið vefinn í kvöld til að sjá nákvæmar hvenar keppni í hefst í öðrum flokkum.