Þormóður mætti Spánverjann Angel Parra og Hermann átti að mæta Scott McGrandle frá Kanada.
Hermann var öllu heppnari með dráttin til að byrja með en Scott Mcgrandle hefur ekki í fljótu bragði séð, unnið neina stóra titla utan Kanada svo Hermann á ágætis tækifæri á að komast áfram en hins vegar vandast málið ef hann kemst í aðra umferð því þá mun hann að öllum líkundum mæta Rússanum Sirazudin Magomedov fyrrum Evrópumeistara og margföldum verðlaunahafa á heimsbikarmótunum og þá þyrfti allt að ganga upp hjá Hemma og meira til.
Eins og áður sagði átti Hermann að keppa við Kanadamanninn Scott McGrandle en hann mætti ekki svo Hermann fór því beint í sextán manna úrslit og mætti næst eins og búast mátti við Rússanum Sirazudin Magomedov en því miður Hermann tapaði og þar með lauk keppni hans á þessu heimsbikarmóti því það er engin uppreisn nema maður komist í átta manna úrslit. Hermann var kominn í sextán manna úrslit og endaði þar af tuttugu og sex keppendum. Magomedov varð í þriðja sæti síðar þennan dag .
Þormóður sem mætti Spánverjann Angel Parra hefði getað verið heppnari með dráttinn því Parra er einn af sterkari mönnum flokksins. Hann er í 32. sæti heimslistans og nú í lok maí keppti hann um bronsið á Grand Slam í Moskvu. Þormóður og Parra mættust á World Cup í Warsjá 2007 og þá hafði Parra betur og því miður einnig núna eftir hörku glímu. Þormóður hafði skorað yuko en það var dæmt af og síðar þegar Þormóður var við það að kasta Parra á Kosoto-gari tókst Parra að ná mótbragði á síðustu stundu og skoraði ippon og hefur Þormóður þá einnig eins og Hermann lokið keppni.
Það var frekar dapurt gengið á US Open að sögn Axels Inga þjálfara og farastjóra liðsins. Hermann meiddist á hné snemma í glímu gegn USA en hélt þó áfram en tapaði. Samkvæmt fyrstu skoðunn læknis gæti þetta verið slæm tognun eða jafnvel slit á hliðarliðbandi. Hann missir því væntanlega af æfingabúðunum í Miami en framhaldið eins og OLT í Dartford og HM í París ræðst eftir myndatökur af hné og læknisskoðun hér heima. Í þungavigtinni var þátttakan afar léleg og reyndar í fleiri flokkum, líklega vegna þess að menn voru búnir að fá nóg á World Cup dagana á undan þannig að ekkert varð af þátttöku Þormóðs. Strákarnir koma svo heim í lok vikunnar.