Þormóður Jónsson. Í fyrstu umferð mætti hann Jake Andrewartha frá Ástralíu sem er í 24. sæti heimslistans og vann hann örugglega á ippon með vel útfærðu kosoto-gari eftir tæpa mínútu. Næst mætti hann Írananum Mohammed Rodaki sem er í 70. sæti heimslistans og vigtast rúmlega 150 kg. Hann var öllu sterkari en Þormóður sem átti í erfiðleikum með að ná góðum tökum á honum. Eftir umþað bil tveggja mínútu viðureign reyndi Þormóðu seio-nage drop sem mistókst og Rodaki náði að fylgja vel eftir og komst beint í hengingu og vann viðureignina. Rodaki keppti síðar sama dag um bronsið og endaði í 5. sæti. Í þungavigtinni voru 57 keppendur og komst Þormóður í aðra umferð eða 32 manna útslátt og fyrir það vann sér inn nokkuð af punktum og kemst ofar á heimslistanum.
Hermann Unnarsson sem keppti í 81kg floknum og í voru 83 keppendur tapaði viðureign sinni gegn Úkraníumanninum Artem Vasylenkou sem er í 23. sæti heimslistans. Hermann átti helling í glímunni, hann fær þó á sig refsistig (sido) eftir eina mínútu en næstu tvær mínúturnar var hann ekkert síðri og átti stórhættulegar sóknir. Hann náði að sópa (de ashi barai) undan UKR sem lendir á hliðinni en á sömu sekúndu stöðvaði dómarinn glímuna svo Hermann fékk ekkert fyrir kastið. Ekki löngu seinna var Hermann rétt búinn að skora með katagururma en UKR slapp fyrir horn. Stuttu seinna stöðvar dómarinn glímuna og hélt ég satt að segja að nú fengi UKR refsistig fyrir sóknarleysi en öðru nær hann setti hann annað sido á Hermann sem var þá kominn undir með 5 stig (yuko) vegna tveggja refsistiga. Þetta setti pressu á Hermann þar sem aðeins tæpar tvær mínútur voru eftir af viðureigninni og varð hann að fórna sér meira og taka áhættu. Það nýtti UKR sér og þegar um 50 sekúndur voru eftir af viðureigninni komst hann loksins inn í sitt aðalbragð (sodo-tsurikomi) sem Hermann hafði algjörlega lokað á fram að þessu og skoraði 7. stig (wazaari) og stuttu síðar skoraði hann aftur og fékk fyrir það 5. stig (yuko) og síðan rann tíminn út. Þetta var fín glíma hjá Hermanni gegn gríðarsterkum andstæðingi en því miður þá tapaði hann henni en það ætti að segja eitthvað um styrk Hermanns að þetta var eina glíman sem Vasylenko vann ekki á ippon því hann vann næstu þrjár á ippon og tapaði aðeins fyrir silfur og bronsverðlaunahöfunum og endaði í 7. sæti.