Á morgun laugardaginn 16. mars verður Íslandsmót U17 og U20 haldið hjá Júdófélagi Reykjavíkur í Ármúla 17a. Keppni U17 hefst kl. 11:00 og keppni U20 um kl. 12:30
Að lokinni einstaklingskeppninni verður sveitakeppnin strax haldin í viðkomandi aldursflokki.
Rúmlega fimmtíu keppendur eru skráðir til leiks og sex sveitir.
Mótslok U17 um kl 12:30 og U20 um kl. 16:00
Vigtun hjá JR frá kl. 9:00 til 9:30 fyrir báða aldursflokka.
Laugardaginn 24. Mars verður Íslandsmót seniora og verður það haldið í Laugardalshöllinni og hefst kl. 10:00.