Íslandsmót yngri en tuttugu ára var haldið í JR um helgina. Keppendur voru 49 frá öllum félögum og skiptust nokkuð jafnt í báða aldursflokka. Að lokinni einstaklingskeppninni var keppt í sveitakeppni og að þessu sinni voru eingöngu karlasveitir skráðar til leiks. Keppt er í fimm manna sveitum og þarf því lágmark þrjá keppendur til að manna sveit. Það bar mest til tíðinda að sveit KA fékk samþykki mótherja sinna til að nota konu í karlasveit sinni til að hlaupa í skarðið í léttasta þyngdarflokknum og gerði það gæfumuninn því sveit KA stóð uppi sem sigurvegarai í U20 aldursflokknum en sveit JR sigraði í U17.
Úrslit í einstaklingskeppni U17 og U20 2012
Riðill sveitakeppni 2012 U17
Úrslit sveitakeppni 2012 U17
Riðill sveitakeppni 2012 U20
Úrslit sveitakeppni 2012 U20