Þormóður Jónsson sem hefur síðsatliðna viku verið í OCT æfingabúðum í Minsk heldur til Prag í dag og mun keppa á European cup næsta sunnudag ásamt Sveinbirni Iura sem keppir í -81 kg flokki. Að loknu móti munu þeir vera í æfingabúðum í Nymburk í Tékklandi út næstu. Þetta verður síðasta mótið hjá Þomóði fyrir Ólympíuleikana og lokaundirbúningur mun að mestu hér eftir fara fram á Íslandi.