Síðasta júdó æfing fyrir Ólympíuleikana var í gær en Þormóður hélt til London í morgun. Undirbúningur hans fyrir leikana hefur gengið vel ef undan eru skilin meiðsl sem hann hlaut í janúar. Hann hefur sótt æfingabúðir erlendis til að getað glímt og æft með heimsklassa þungavigturum en þrek, úthald og tækniæfingar farið að mestu fram hér heima. Hann er vel stemmdur bæði líkamlega og andlega og til í hvað sem er og sama hver andstæðingurinn verður því sigur er ekkert vís þó stigaröðun (ranking ) segi annað það hefur margoft sýnt sig. Jón Hlíðar liðsstjóri okkar á Ólympíuleikunum fór í gær til London og mun verða viðstaddur þegar dregið verður í júdókeppninni og mun þá koma í ljós hver verður andstæðingur Þormóðs í fyrstu umferð.