Að lokinni Sveitakeppni JSÍ síðastliðna helgi var tilkynnt hverjir hefu verið valin júdómenn ársins 2012 og veittar aðrar viðurkenningar. Júdómaður ársins er Þormóður Jónsson úr JR og Júdókona ársins er Ásta Lovísa Arnórsdóttir einnig úr JR. Þau efnilegustu yngri en 20 ára voru útnefnd þau Ingunn Rut Sigurðardóttir úr JR og Egill Blöndal úr Júdódeild Selfoss. Fyrir útbreyðslustarf varð Júdófélagið Pardus á Blönduósi fyrir valinu en það er yngsta júdófélagið á landinu stofnað í fyrra og komið með yfir 40 iðkendur. Á myndinni hér ofar frá vinstri er Egill Þorri Steingrímsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Júdófélagsins Pardus, þá kemur Egill Blöndal, Ásta Lovísa og Ingunn Rut en á myndina vantar Þormóð Jónsson sem var fjarverandi þennan dag vegna veikinda og missti af sveitakeppninni.