Á stjórnarfundi JSÍ í gær var Axel Ingi Jónsson ráðinn nýr landsliðsþjálfari karla og kvenna fram yfir Ólympíuleika 2016 og tekur hann við um næstu áramót af Bjarna Friðrikssyni sem gegnt hefur því starfi ásamt landsliðum yngri flokka en hann mun sinna þeim en um sinn. Axel Ingi hefur verið aðstoðarþjálfari um nokkurt skeið og þekkir því vel til mála. Stjórn JSÍ býður Axeli Inga velkominn til starfa.