Strákarnir stóðu fyrir sínu og unnu sannfærandi sigur gegn San Marínó nú rétt í þessu og þar með bronsverðlaunin. Sveinbjörn vinnur sína á tveimur shido en þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað þá var hann aldrei í hættu og glímdi öruggt til sigurs. Þorvaldur sem ekki var alveg heill heilsu, meiddur á öxl, var ekki í vandræðum með sinn andstæðing. Hann komst í fastataki og hélt honum í heljartaki sem hann átti ekki möguleika á að losna úr og bronsið var þeirra.