Það var frábær árangur hjá ungmennaliði okkar á Budo Nord í dag þegar þau unnu til sex verðlauna og lögðu af velli keppendur frá sterkum júdóþjóðum eins og Svíþjóð, Frakklandi, Finnlandi og Þýskalandi. Það yrði of langt mál að fara að lýsa hverri viðureign fyrir sig en svona stikklað á stóru þá unnu þeir Adrían Ingimundarson B18+90 og Egill Blöndal B18-90 sína flokka örugglega og þar með gullverðlaun. Silfurverðlaun hlutu Logi Haraldsson B18-81 sem vann þrjár viðureignir á ippon þar sem hann lagði Frakka og tvo Svía en tapaði í úrslitum gegn Dana, Karl Stefánsson M21+100 lagði Frakka og Þjóðverja örugglega en tapaði í úrslitum gegn heimamanni eins og Logi og Úlfur Böðvarsson B15+66 vann Svía og tapaði fyrir öðrum Svía í úrslitum og bronsverðlaunin fékk Brynjar Guðmundsson B18+90. Aðrir keppendur okkar féllu út í fyrstu og annari umferð. Hér eru öll úrslitin á pdf skjali. Nú taka við æfingabúðir þar sem æft verður tvisvar á dag fram á sunnudag og verður hægt að fylgjast með þeim hér í beinni útsendingu.