Sveinbjörn Iura keppir laugardaginn 30. nóv. á Grand Slam Tokyo sem er eitt allra sterkasta mót sem haldið er fyrir utan HM og ÓL. Hann keppir í -81 kg flokknum og er búið að draga og á hann aðra viðureign og fær silfurverðlaunahafann frá HM í Brasilíu í sumar Avtandili Tchrikishvili frá Georgíu svo hann fær ekkert gefins þarna. Sveinbjörn keppir um kl. 10:00 að Japönskum tíma en þar sem klukkan þar er níu tímum á undan okkar þá er hann að keppa um kl. 1. eftir miðnætti á morgun föstudag og hægt að horfa á beina útsendingu hér. Sveinbjörn keppir svo aftur á Grand Prix Jeju í Kóreu föstdaginn 6. des. Áfram Sveinbjörn.