Þormóður mætti mjög einbeittur til leiks á European Open í Tallinn þrátt fyrir að vera meiddur á kálfa. Meiðslin trufluðu hann þó ekki í fyrstu glímunni á móti öflugum Hvítrússa sem hann sigraði sannfærandi á ippon og komst við það í 16 liða úrslit á mótinu.
Allt fór aftur á móti úrskeiðis í seinni glímu Þormóðs. Glíman var á móti mjög sterkum Rússa að nafni Anoton Krivobokov. Anton er meðal annars núverandi heims- og evrópumeistari í unglinga í U21 árs og í 28. sæti á heimslista Alþjóða júdósambandsins í +100 kg. flokki. Eftir stutta viðureign sótti Anton o-uchi gari á Þormóð og náði Wasari en í fallinu lenti Þormóður illa á hendi og þurfti að gefa glímuna. Talið var í fyrstu að Þormóður hefði handleggsbrotnað en eftir læknisskoðun kom í ljós að hann hafði tognað illa.
Þess má geta að við það að að komast í 16 liða úrslit á svona sterku móti hækkaði Þormóður um 30 sæti á heimslista alþjóða júdósambandsins í +100 kg. flokki. Ferðin var því ekki alslæm þrátt fyrir meiðsli.