Þormóður Jónsson nældi í silfurverðlaunin í +100 kg flokki á European Cup í Helsingborg í dag. Af fjórum glímum vann hann tvær örugglega á ippon snemma í viðureignunum en gegn æfingafélaga sínum Adrian Ingimundarsyni sem greinilega er farinn að þekkja lærimeistarann rann tíminn út og sigraði Þormóður á tveim yuko. Í úrslitaviðureigninni gegn Sven Heinle (GER) varð Þormóður fyrir því óhappi í einni sókn Þjóðverjans að hendi hans slóst í buxur hans og leit út fyrir að Þormóður hefði reynt að grípa í fætur hans sem er bannað og var Þormóður dæmdur úr leik. Adrían, Egill Blöndal og Karl Stefánsson sem í raun eru í cadett (U18) og junioraflokkum (U21) voru þarna að keppa í karla flokkum og jafnframt sínu sterkasta móti til þessa, stóðu sig bærilega miðað við það en Adrían þó kanski einna best. Hann var yngstur aðeins 17 ára gamall og jafnframt léttastur í +100 kg flokknum. Hann vann eina viðureign á ippon, glímdi út tímann gegn Þormóði og tapaði á yuko og gegn þjóðverjanum sem tók gullið tapar hann á refsistigum en þjóðverjinn náði aldrei neinu skori á Adrían. Karl Stefánsson sem einnig keppti í +100 kg flokki hefur oft átt betri dag en þetta en hann tapaði sínum viðureignum. Egill sem keppti í -90 kg flokki mætti Jonathan Fagerhill frá Svíþjóð. Egill sem hafði unnið hann á Norðurlandamótinu í vor huggðist endurtaka leikinn en því miður þá náði Egill sér ekki á strik og Jonathan hafði frumkvæðið mest allan tímann og vann viðureignina og endaði sjálfur í sjöunda sæti. Á EJU ranking lista eftir þetta mót er Þormóður Jónsson í 13. sæti og Adrían Ingimundarson í 49. sæti í +100 kg flokknum. Að loknu móti taka við þriggja daga æfingabúðir hjá strákunum þar sem allflestir þátttakendur mótsins verða með. Þórir Rúnarsson sem er með IJF dómararéttindi dæmdi á mótinu og stóð sig vel en hann fékk aftur classification B eins og á EC seniora í Belgrad í september sem sýnir að hann er afar stapíll dómari. Á þessum mótum eru dómarar metnir og fá mest classification B en það er ekki óalgengt að dómarar séu að rokka á milli móta úr B í C og öfugt.