Um helgina keppa þeir Þormóður Jónsson, Karl Stefánsson, Egill Blöndal og Adrían Ingimundarson á EC seniora í Helsingborg og allir keppa þeir í +100kg nema Egill sem er að venju í -90kg. Að loknu móti á sunnudaginn taka þeir síðan þátt í þriggja daga æfingabúðum. Nú um helgina fer einnig fjölmennur hópur úr Ármanni og Grindavík til Bretlands og mun keppa þar á laugardag og sunnudag. Þórir Rúnarsson sem dæmdi á EC seniora í Belgrad í september og endurnýjaði þar IJF réttindi sín mun dæma á EC í Helsingborg en þátttaka hans á þessum mótum er liður í því að vera sem best undirbúinn fyrir stóru verkefnin hér heima á næsta ári en þá höldum við þrjú alþjóðleg mót frá janúar til júní. Reykjavík Open verður 17. janúar, Norðurlandamótið 9. maí og Smáþjóðaleikarnir 5-6 júní.