Haustmót Yngri 2014 Hér eru upplýsingar um vigtun og breytta tímasetningu á Haustmóti yngri aldursflokka sem haldið verður í húsakynnum Júdódeildar Ármanns í Laugardal. Mótið hefst kl. 11:00 en ekki kl. 10:00 eins og upphaflega var auglýst og gert er ráð fyrir að keppa á tveimur völlum og ætti mótslok að verða um kl. 14 -15.
Skráningarfrestur keppenda er er til miðnættis í kvöld og muna að nota skráningarskjalið til að skrá starfsmenn sem koma frá ykkkar klúbbi.
Vigtunin verður í tvennu lagi.
Frá kl. 18-19 föstudaginn 10. okt. í JR fyrir alla sem það vilja og einnig á keppnisstað á keppnisdegi þ.e. laugardagsmorgni frá kl. 10:00 til 10:30. Vigtun lýkur 10:30 og þá verður dregið í riðla svo eftir það verður ekki hægt að bæta við keppendum sem koma of seint í vigtun.
Munið að keppandi í U13 og U15 má vera 1 kílói þyngri en flokkur hans segir til um.