
Mikið var um dýrðir þegar Júdófélagið Pardus vígði nýjan æfinga- og keppnisvöll í gær. Völlurinn er glæsilegur 120 fermetrar að stærð og leysir af hólmi 30 fermetra æfingasvæði sem júdófélagið fékk lánað frá Júdósambandi Íslands. Í tilefni dagsins komu júdómenn frá Reykjavík, Akureyri, Selfossi og Sauðárkróki ásamt fulltrúum Júdósambands Íslands og tóku þátt í hátíðinni og sameiginlegum æfingum. Gestaþjálfari var Bjarni Friðriksson yfirþjálfari Júdófélags Reykjavíkur og bronshafi á ólympíuleikunum 1984. Júdófélagið Pardus var stofnaður á 2. maí 2012. Í dag æfa rúmlega 30 iðkendur júdó á Blönduósi.