Sveitakeppni karla 2014 verður haldin laugardaginn 15. nóv. næstkomandi og er þetta síðasta stórmótið á árinu og jafnfram hvað mest spennandi að fylgjast með. Fyrst var keppt í sveitakeppni karla árið 1974 og verður þetta því í 39 skiptið sem keppnin fer fram en hún hefur tvisvar fallið niður. Staðan er þannig í dag að Ármenningar hafa unnið átján sinnum, JR ingar þrettán sinnum, KA menn fimm sinnum og UMFG og UMFK einu sinni. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 13:00. Keppt verður á einum velli og mótslok áætluð um kl. 17:00. Átta sveitir eru skráðar til leiks og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Sveitirnar koma frá Draupni sem er með tvær sveitir, JR sem einnig er með tvær sveitir, Selfossi, Ármanni, ÍR og Njarðvík sem tekur nú í fyrsta sinn þátt í sveitakeppni karla.
Hér eru nöfn keppenda sem skipa munu sveitirnar.