
Sveitakeppni karla fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Met þátttaka var í keppninni en alls mættu átta lið til leiks. Sveit JR-A urðu Íslandsmeistarar er þeir sigruðu Júdódeild Ármanns í afar spennandi keppni en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu viðureign. Þetta var í fjórtánda skipti sem sveit Júdófélags Reykjavíkur sigrar í 39 ára sögu keppninnar en Ármenningar hafa vinninginn en þeir hafa sigrað átján sinnum. Sveit Júdódeildar Selfoss og Sveit JR-B urðu í þriðja sæti. Hér eru úrslitin og allar viðureignir. Einnig er hér PDF skjal með útsláttar forminu og myndir frá mótinu sem að Davíð Áskelsson tók.