Úrslit í einstaklingshluta júdó á smáþjóðaleikunum er lokið. Janusz Komendera tapaði brons sinni glímu í -66kg flokki. Hermann Unnarsson komst í úrslit í -73kg þar sem hann beið lægri hlut fyrir bæði ungum og efnilegum júdómanni frá Svartfjallalandi. Sveinbjörn Jun Iura komst í úrslit í -81kg flokki þar sem hann tapaði fyrir Srdjan Mrvaljevic frá Svartfjallalandi. Srdjan er án efa sterkasti keppandinn á smáþjóðaleikunum í júdó og vann meðal annars silfur á heimsmeistaramótinu í París 2011 og einnig unnið þrjú heimsbikarmót.
Í -90kg flokki tapaði Ægir Valsson bronsglímu sinni og í -100kg flokki sigraði Þór Davísson bronsglímuna af miklu harðfylgi þar sem hann meiddist á fæti fyrr í keppninni og haltraði alla glímuna með þykkan teygjusokk til að hlífa höggum.
Anna Soffía Víkingsdóttir sigraði sinn flokk og var því eini Íslendingurinn sem vann til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum í júdó. Íslensku keppendurnir fengu því eitt gull, tvenn silfurverðlaun og eitt brons í sinn hlut.
Á morgun, 6. júní fer svo fram liðakeppni og hefst keppni kl 12:00. Til leiks eru skráðar sjö sveitir í karla flokki og sjö í kvenna.