Á morgun munu þeir Logi Haraldsson -81kg og Egill Blöndal -90kg keppa á Evrópumeistaramóti juniora (U21 árs) í Oberwart í Austurríki. Þeir eru þar ásamt undirrituðum og Yoshihiko Iura sem er einn af dómurum mótsins sem voru tilnefndir af EJU til þess að dæma þar. Keppendur eru fjölmargir eða 396 frá 41 þjóð. Logi mætir keppanda frá Hvít Rússlandi og Egill mætir keppanda frá Austurríki. Þetta er gríðarsterkt mót og það allra sterkasta sem þeir félagar hafa tekið þátt í en á meðal keppenda eru verðlaunahafar frá stórmótum (seniora) fullorðinna. Keppnin hefst í fyrramálið kl. 8:oo að ísl. tíma og á Logi níundi glímu (völlur 2) sem ætti þá að vera um kl. 8:30 og Egill á fimmtándu glímu (völlur 3) sem ætti að vera um kl. 8:45. Hér er bein útsending frá mótinu.