Til stendur að hafa nokkrar sameiginlegar æfingar fram að Norðurlandameistaramóti sem haldið verður í Noregi 21-22 maí næstkomandi og eru allir klúbbar velkomnir að taka þátt í þeim. Fyrsta sameiginlega æfingin verður í JR fimmtudaginn 24. mars (Skírdag) kl. 12-14. Næsta æfing verður í JR mánudaginn 28. mars (annan í Páskum) kl. 17 -19.
Þessar sameiginlegu æfingar eru fyrst og fremst randori æfingar og ætlaðar 15 ára og eldri. Ekki eiga allir auðvelt með að koma á æfingu á Skírdag eða annan í Páskum en vonast er samt eftir að einhverjir sjái sér fært að mæta. Næstu dagsetningar fyrir sameiginlegar æfingar verða ákveðnar fljótlega og er meðal annars hugmynd að halda sameiginlega æfingu á Akureyra eina helgi í apríl eða maí.
Hér eru nokkur atriði varðandi Norðurlandamótið sem framundan er í Noregi 21-22 maí.
- Landslið í öllum aldursflokkum verða valin að loknu Íslandsmeistaramóti seniora þann 16 apríl.
- Við val í landslið er fyrst og fremst miðað við punktastöðu en ekki eingöngu.
- Athugið að það getur ekki hver sem er keppt á NM, keppandi þarf m.a. að hafa lágmarks gráðu og JSÍ þarf að samþykkja þá og senda formlega skráningu til mótshaldara.