Gísli keppti í morgun á European Judo Open í Glasgow og mætti Philipp Mackeldey frá Þýskalandi. Viðureignin byrjaði vel hjá Gísla en hann átti fyrstu þrjár til fjórar sóknirnar og var ekkert langt frá því að skora í einni þeirra og var hann óhræddur að fylgja eftir í gólfglímuna. Í einni sókninni þá sópaði Gísli þjóðverjanum sem féll við en einhvernvegin þá tókst honum að halda annari erminni hjá Gísla og í fallinu dróg hann Gísla með sér sem féll á hliðina og Þjóðverjinn fékk yuko fyrir það og í framhaldinu komst hann í fastatak sem að Gísli losaði sig úr. Stuttu seinna náði Þjóðverjinn góðum handtökum og komst inní gott ouchi gari og skoraði ippon. Þó svo að Gísli hafi ekki komist áfram að þessu sinni þá er þetta gott innlegg í reynslubankann hans.