Hér eru úrslitin frá Sveitakeppni Júdósambands Íslands sem haldin var í Laugardalshöllinni í 12. nóv. 2016.
Riðill karla og viðureignir og riðill kvenna og viðureignir.
Sveitakeppni karla var fyrst haldin árið 1974 og var þetta því í 41 skiptið sem keppnin fór fram en tvisvar á þessu tímabili þurfti að fella hana niður vegna veðurs. Sex sveitir voru skráðar til leiks en sökum veikinda féll ein út svo þær urðu fimm og þá var keppt í einum riðli og allir við alla. Sveit JR (Júdófélags Reykjavíkur) vann 18 viðureignir af 20 og stóð uppi sem sigurvegari fjórða árið í röð og hafa því alls unnið 16 sinnum frá upphafi en þeir sem oftast hafa unnið eða 19 sinnum eru Ármenningar sem urðu í öðru sæti í dag og Draupnir silfurhafarnir frá því í fyrra urðu í þriðja sæti. Engin óvænt úrslit litu dagsins ljós en juniorarnir okkar eru þó farnir að láta þá eldri finna vel fyrir sér sem urðu að hafa sig alla við til að tapa ekki fyrir þeim. Sigursveit JR skipuðu þeir Höskuldur Einarsson, Hermann Unnarsson, Jón Þórarinsson, Ægir Valsson og Þormóður Jónsson.
Konur kepptu fyrst í sveitakeppni árið 1999 og var þetta 12 skiptið sem þær kepptu en sex sinnum á þessu tímabili féll hún niður af ýmsum ástæðum. Þegar keppt var í fyrsta skipti þá vann sveit Júdódeildar KA en allar götur síðan hefur sveit JR sigrað og gerði hún það einnig örugglega í dag þegar hún vann sveit Draupnis frá Akureyri með fjórum vinningum gegn einum. Sveit JR skipuðu þær Salóme Pálsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Ásta Arnórsdóttir, Hjördís Ólafsdóttir og Petra Jóhannsdóttir.