
Á lokahófi Júdósambands Íslands var Þormóður Jónsson valinn Júdómaður ársins og Hjördís Ólafsdóttir júdókona árins en þau keppa bæði fyrir JR.
Þormóður Jónsson – Júdómaður Íslands 2016
Þetta var 12. skiptið sem Þormóður hlaut þessa nafnbót en hann hefur unnið sér inn rétt til að keppa á þrennum síðustu ólympíuleikum. Hann varð í 1. sæti á Norðurlandamótinu sl., í 5. sæti í Casablanca og 9. sæti á mjög sterku móti í Prag. Hér heima bar Þormóður höfuð og herðar yfir keppinauta sína og varð bæði Íslandsmeistari í þungavigt og opnum flokki. Þormóður er í 83. sæti á heimslista IJF.
Hjördís Ólafsdóttir – Júdókona Íslands 2016
Hjördís sem keppir í -70kg flokki varð Íslandsmeistari í sínum flokki og einning í opnum flokki. Hún sigraði bæði á Haustmóti og Vormóti JSÍ og Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ.
Efnilegasta júdófólk ársins

Júdósambandið valdi þau Ægi Baldvinsson UMFN og Draupniskonuna Bereniku Bernard sem efnilegasta júdófólk ársins en þau hafa verið framarlega á flestum mótum innanlands á árinu.
Gráðanir:
Þeir sem tekið hafa Dan próf á árinu:
- Sigurpáll Albertsson, UMFG, 1. dan
- Ármann Þór Sveinsson, UMFG, 1. dan
- Dofri Bragason, Draupnir, 1. dan
- Gísli Vilborgarson, JG, 2. dan
- Kjartan Magnússon, ÍR, 2. dan
- Jón Þór Þórarinsson, JR, 2. dan
- Þormóður Jónsson, JR, 2. dan
Eftirtaldir einstaklingar hlutu heiðursgráðun vegna tilnefninga frá klúbbunum:
- Jón Egilsson, JR 1. dan
- Ragnar Stefánsson, JR 1. dan
- Þorvaldur Blöndal, Ármann 2. dan
- Garðar Skaftason, JR 3. dan
- Sævar Sigursteinsson, Ármann 4. dan
- Höskuldur Einarsson, JR 5. dan
Sjórn JSÍ veitti eftirtöldum einstaklingum heiðursgráðu:
- Tryggvi Gunnarsson, Ármann 3. dan
- Gunnar Jóhannesson, UMFG 3. dan
- Þormóður Jónsson, JR 3. dan
Heiðursmerki JSÍ:

Bergi Pálssyni, Selfossi fékk gullmerki JSÍ fyrir störf í þágu júdó í áratugi.
Eftirtaldir einstaklingar fengu Bronsmerki JSÍ fyrir áralangt óeigingjarnt starf fyrir júdó:
- Anna Soffía Víkingsdóttir, fyrir uppbyggingu á kvennajúdó Draupnis
- Gunnar Örn Guðmundsson, fyrir tæknistörf
- Davíð Áskelsson, fyrir tæknistörf
- Guðmundur B. Jónasson JR – Brons merki fyrir uppbyggingu á krakkajúdó
- Arnar Már Jónsson, Grindavík – Brons merki fyrir uppbyggingu á krakkajúdó
- Óskar Arnórsson Ármann – Brons fyrir störf fyrir JSÍ.
Foreldrar Þormóðs, þau Jón Ögmundur Þormóðsson og Lilja Júlía Guðmundsdóttir, fengu platta með þakklæti fyrir stuðninginn og hvatninguna