Norðurlandamóti 2017 verður haldið dagana 13 og 14 maí næstkomandi og hefur landslið í aldursflokkum U18 og U21 árs verið valið og má sjá það hér neðar. Landslið karla og kvenna verður endanlega valið strax að loknu Íslandsmóti. Ef einhver sem ekki verður valinn til keppni að þessu sinni en hefur áhuga á því að taka þátt í Norðurlandamótinu og uppfyllir þátttökuskilyrði eins og lágmarksgráðu (3. kyu í U18 og 2. kyu í öllum öðrum aldursflokkum) þá er það auðfengið. Sendið þá nafn, kennitölu, gráðu, aldurs og þyngdarflokk á jsi@jsi.is fyrir 27. apríl þar sem frestur til að skila skráningu rennur út 28. apríl.
Punktakerfi JSÍ er notað við val á landsliðamönnum og þarf lágmark 50 punkta og þátttöku í minnst þremur punktamótum JSÍ til að koma til greina. Tekið er mið af ástundun og líkamlegu ástandi judoka þ.e. hvernig hann hefur komið út úr þrek og aflprófum. Landsliðsþjálfari getur litið framhjá punktakerfi þessu við val í landslið með samþykki stjórnar JSÍ.
Cadet U-18
Alexander Heiðarsson -55
Ingólfur Rögnvaldsson -66
Aron Arnarsson -90
Berenika Bernat -57/63
Junior U-21
Ægir Már Baldvinsson -60
Árni Petur Lund -81
Úlfur Böðvarsson -90