Stór hópur judomanna lagði af stað í dag til Danmerkur til að taka þátt í Gerlev æfingabúðunum dagana 30. júlí til 5. ágúst. Aðalþjálfari er þrefaldur heimsmeistari og Ólympíumeistari Jeon Ki-Young frá Kóreu. Búist er við þátttöku um 150 júdó iðkenda í aldursflokkum 15-20 ára og um 100 í seniora aldursflokki og verður allt danska landsliðið á meðal þátttakenda. Í hópnum á vegum JSÍ eru þeir Oddur Kjartansson, Dofri Bragason, Hrafn Arnarsson, Halldór Bjarnason og Gísli Vilborgarson sem verður flokkstjóri ásamt Úlfi Böðvarssyni sem dvelur nú í Danmörku og þau Alexandra Lis, Karen Guðmundsdóttir, Benóní Haraldsson, Matthías Stefánsson og Starkharður Snorri Baldursson frá Júdódeild ÍR.