
Í hófi sem haldið var í kvöld var Naoki Murata veitt gullmerki JSÍ. Naoki var landsliðsþjálfari Íslendinga á árunum 1976-1977 og fór meðal annars með landslið okkar á Ólympíuleikana í Montreal 1976 en það var í fyrsta skipti sem að Íslenskir judomenn tóku þátt í þeim. Í keppnis og æfingaferðum landsliðsmanna okkar í gegnum tíðina til Japans höfum við átt þar hauk í horni því Naoki hefur ávalt verið þeim innan handar og afar hjálplegur.