Þeir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarssson keppa á morgun á Junior European Judo Cup sem haldið er í Gdynia í Póllandi. Báðir keppa þeir í -90 kg flokknum og hefst mótið í fyrramálið kl. 8 að Íslenskum tíma. Hér er drátturinn og hægt er að horfa á keppnina á þremur völlum í beinni útsendingu og er 90 kg flokkurinn á velli 3 þann 8. júlí. Útsending 7. júlí (völlur 1) (völlur 2) (völlur 3) og útsending 8. júlí (völlur 1) (völlur 2) (völlur 3). Björn Sigurðarson er einnig staddur í Gdynia en hann er einn af dómurunum mótsins og hefur hann haft nóg að gera á fyrri keppnisdegi eins og sjá mátti í útsendingunni í dag. Hann dæmir í Gdynia um þessa helgi og svo aftur næstu helgi, 14-15 júlí á Junior European Judo Cup í Paks í Ungverjalandi og að lokum á Junior European Judo Cup í Prag 21-22 júlí. Þátttaka hans í þessum mótum er liður í undirbúningi hans fyrir dómarapróf sem haldið verður í Prag samhliða fyrrgreindu móti 21-22 júlí en Björn stefnir á að ná sér þar í alþjóðleg dómararéttindi sem kallast IJF Continental referee. Þeir félagar Grímur og Úlfur eru á keppnis og æfingaferðalagi um Evrópu og munu taka þátt í ofangreindum mótum og æfingabúðum sem á eftir fylgja auk juniora mótsins í Berlín 28-29 júlí. Þeir munu því hitta Björn nokkuð reglulega næstu helgar. Alexander Heiðarsson mun verða samferða Birni til Paks og mun hann keppa þar í -60 kg flokki og taka einnig æfingabúðirnar ásamt Grími og Úlfi. Hann verður þeim síðan samferða til Tékklands í verkefnin þar og kemur heim að þeim loknum. Hermann Unnarsson landsliðsþjálfari mun einnig verða með strákunum í Tékklandi.