Þeir Úlfur Böðvarsson, Grímur Ívarsson og Alexander Heiðarsson eru mættir til Paks í Ungverjalandi og munu keppa þar á morgun og á sunnudaginn. Grímur og Úlfur keppa á morgun í -90 kg flokknum og á Úlfur fyrstu viðureign og mætir Denis Turac frá Slovakíu en Grímur mætir Sebastian Schneider frá Austurríki. Alexander keppir á sunnudaginn í -60 kg flokki og situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo Theau Giallurachis svo frá Frakklandi. Mótið hefst kl. 7 báða dagana að Íslenskum tíma. Hér er má sjá dráttinn og hægt að fylgjast þar með framvindu mótsins. Sýnt er frá mótinu á fjórum völlum og er 90 kg flokkurinn á velli 2 en ekki vitað enn á hvaða velli -60 kg verður. Völlur 1. Völlur 2. Völlur 3. Völlur 4. Eins og áður hefur komið fram þá stefnir Björn Sigurðarsson á að ná sér í alþjóðleg dómararéttindi og mun hann dæma í Paks um helgina og er það liður í undirbúningi hans fyrir prófið sem verður eftir rúma viku í Prag.