
Það var frábær mæting eða um 25 manns sem mættu á opna landsliðsæfingu s.l. föstudag og var vel tekið á því í tæpa tvo tíma. Allflestir bestu judomenn landsins voru þar samankomnir til að styðja og aðstoða þá félaga Sveinbjörn Iura og Egil Blöndal í lokaundirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Baku. Þetta var síðasta landsliðsæfingin fyrir mótið og leggja þeir af stað ásamt landsliðsþjálfara, Jóni Þór Þórarinssyni til Azerbaijan næsta miðvikudag.