Þátttakendur á gráðudómaranámskeiði JSÍ 7. sept. 2018

Föstudaginn 7. september hélt JSÍ/tækniráð námskeið fyrir verðandi gráðudómara og var það í umsjón Björns Halldórssonar og Bjarna Friðrikssonar. Mættir voru þátttakendur frá fimm klúbbum en fleiri höfðu tilkynnt þátttöku en komust ekki að þessu sinni. Þeir sem mættu voru Jóhann Másson, Gísli Vilborgarson, Gunnar Jóhannesson, Ásgeir E. Ásgeirsson, Jón H. Guðjónsson, Halldór Guðbjörnsson, Guðmundur B. Jónasson, Víkingur Þ. Víkingsson, Jón Þór Þórarinsson og Egill Blöndal. Eins og fram kom í tilkynningunni um þetta námskeið sem send var á alla klúbba þá er ráðgert að halda eitt í viðbót fyrir þá sem kæmust ekki á föstudaginn og verður það haldið í október.

Úr gráðureglum JSÍ.
1.6 
Gráðudómarar er útnefndir af JSÍ að loknu námskeiði. Hvert judo félag tilnefnir dómara hjá sér fyrir tvö ár í senn. Sá aðili þarf að vera orðinn 21 árs og að lágmarki með 1.dan og hafa tekið námskeið hjá JSÍ sem haldið er einu sinni á ári.
1.7 Þegar gráðun er lokið, (heilt belti) skal gráðudómari senda gögn þess efnis í gagnagrunn JSÍ ásamt gráðugjaldi og tekur gráðunin gildi þegar fulltrúi tækniráðs hefur staðfest hana í gagnagrunni JSÍ og gráðugjald hefur verið greitt. Ekki er rukkað gráðugjald fyrir hálfu beltin einungis þegar heilt belti er klárað og ekki þarf að senda prófskýrslur vegna þeirra.