Keppendur okkar á Heimsmeistaramótinu í judo sem haldið verður í Baku dagana 20-26 september héldu þangað af stað í nótt ásamt landsliðsþjálfara Jóni Þór Þórarinssyni og verða þeir komnir á áfangastað um kl. 20 í kvöld. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn Iura keppanda frá Congo í -81 kg flokki en Egill Blöndal mætir keppanda frá Pakistan í -90 kg flokki. Sveinbjörn keppir sunnudaginn 23. sept. og Egill 24. sept. Keppnin hefst kl. 10 að morgni í Baku alla keppnisdagana en þá er klukkan á Íslandi sex að morgni þar sem Baku er fjórum klukkustundum á undan okkur. Þeir sem hafa aðgang að Eurosport geta fylgst þar með keppninni í beinni útsendingu en einnig verður hægt að sjá hana í beinni útsendingu á netinu og er keppnisröðin hér.
