Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veitir viðurkenningar til íþróttamanna sérsambanda ár hvert á sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við kjör á Íþróttamanni ársins. Í gær fór afhendingin fram fyrir árið 2018 í Silfurbergi í Hörpu og þar fengu þau Ingunn Rut Sigurðardóttir (JR) og Sveinbjörn Jun Iura (JDÁ) sínar viðurkenningar.
