Um helgina verða sjö Íslenskir þátttakendur á meðal keppenda á Matsumae Cup í Vejle í Danmörku. Það eru þeir Hákon Garðarsson og Kjartan Hreiðarsson sem keppa bæði í U18 og U21 í -73 kg. Árni Lund og Hrafn Arnarsson sem keppa báðir í U21 og senioraflokki í -81 kg. Alexander Heiðarsson sem keppir í U21 og senioraflokki í -60 kg og þeir Breki Bernhardsson -73 kg og Dofri Bragason -60 kg sem keppa í senioraflokki. Með þeim í för er Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari og Hreiðra Oddsson faðir Kjartans sem verður þeim til aðstoðar. Það eru alls um 600 keppendur frá átján þjóðum sem koma víða að og er stór hópur að venju frá Japan.
Hér er drátturinn en mótið verður í beinni útsendingu og hefst kl. 8 að Íslenskum tíma og verður keppt á fjórum völlum. Á morgun verður keppt í U18 og senioraflokkum og á sunnudaginn í U21 árs aldursflokki. Meðfylgjandi er mynd af köppunum sem var tekin í dag að lokinni vigtun.