Bjarni sem er nú að hætta störfum hjá JSÍ eftir næstum þrjátíu ára starf bæði sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri segir JSÍ komið á þann stað í dag að hann geti afhent keflið yngri mönnum þar sem starfið er í góðu jafnvægi rekstrarlega, en mikil tækifæri séu í markaðs- og útbreiðslustarfi þrátt fyrir góðan vöxt í íþróttinni undanfarin ár. Við sama tækifæri voru þeir Bjarni Friðriksson og félagi hans til áratuga í starfi fyrir JSÍ Jón Hlíðar Guðjónsson sæmdir gullmerki ÍSÍ. Þráinn Hafsteinsson, stjórnarmaður ÍSÍ, sem sat ársþing JSÍ veitti þeim félögum gullmerki ÍSÍ. Við það tækifæri minntist Þráinn þess að hann hafi verið í sendinefnd Íslands í Los Angeles 1984 þegar Bjarni vann hin eftirminnilegu bronsverðlaun á ÓL 1984 sem kom öllum í opna skjöldu