JSÍ hefur samið Auðnast um fræðslu og vinnustofu sem útbúa mun ferla og aðgerðaáætlun varðandi, einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og ofbeldi. Þjónusta sem Auðnast kallar EKKO.
JSÍ styður alfarið yfirlýsingu af ársþingi ÍSÍ, sem haldið var nýlega, að ofbeldi af nokkru tagi er ekki liðið í íþróttum. Eftir að hafa fengið góða hvatningu frá konum í júdó ákvað stjórn JSÍ að semja við Auðnast um fræðslu, vinnustofu og veitu varðandi tilkynningar og úrvinnslu þeirra varðandi EKKO mál sem mögulega koma upp. JSÍ mun hvetja alla júdó klúbba og deildir að taka þátt í þessari fræðslu og vinnufundi ásamt því að vera í framhaldinu aðilar að samningnum.
Jóhann Másson, formaður JSÍ, segir að þetta sé mikilvægt skref til að gera alla iðkendur örugga í þessari íþrótt, sem er með svo falleg gildi og skilaboð til samfélagsins. Við verðum að ganga fram með góðu formdæmi og gera þessa íþrótt sem við elskum að þeirri öruggustu sem mögulegt er að iðka. Júdósamfélagið er svo lítið að ekki er mögulegt að taka hlutlægt á EKKO málum ef þau koma upp innan hreyfingarinnar. Því er mikilvægt að hafa aðgang að fagfólki sem tekur að sér þessi mál án þess að vera tengt þeim sem að þeim koma.