Sveinbjörn Iura, Egill Blöndal og Jón Þór Þórarinsson eru nú um þessar mundir staddir í Tókýó í þeim tilgangi að taka þátt í heimsmeistaramótinu. Mótið hófst 25. ágúst og stendur yfir í sjö daga. Keppt er í einum flokki karla og einum flokki kvenna dag hvern, en byrjað er á léttustu flokkunum. Því mun Sveinbjörn keppa 28. ágúst í -81kg flokknum og Egill 29. ágúst í -90kg flokknum. Bæði Sveinbjörn og Egill munu sitja hjá í fyrstu umferð og því mun það ráðast að þeirri umferð lokinni hverjum þeir muni mæta. Ef tekið er mið af styrkleikalista IJF þá er talið líklegra að Sveinbjörn mæti Jack Hatton (USA) og að Egill muni mæta Peter Zilka (SLO). Keppni hefst báða daganna kl 2 eftir miðnætti en strákarnir munu stíga inn á dýnuna um kl 3 eftir miðnætti. Hægt er fylgjast með í beinni útsendingu og allar upplýsingar varðandi mótið má nálgast á opinberi síðu Heimsmeistarmótsins 2019.